Erlent

Uppljóstrararnir fleiri á Íslandi

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, flúði í sendiráð Ekvador í London þegar dómstólar samþykktu að framselja hann til Svíþjóðar. Hann óttast að verða framseldur þaðan til Bandaríkjanna.
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, flúði í sendiráð Ekvador í London þegar dómstólar samþykktu að framselja hann til Svíþjóðar. Hann óttast að verða framseldur þaðan til Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFP
Facebook-notkun gerir stærstan hluta Íslendinga að mögulegum uppljóstrurum fyrir stjórnvöld, og er það margfalt þéttara net uppljóstrara en jafnvel Stasi, leyniþjónusta Austur-Þýskalands, státaði af fyrir hrun Berlínarmúrsins. Þetta segir Julian Assange, stofnandi Wikileaks, í nýlegu viðtali við breska dagblaðið Guardian.

Talið er að um tíu prósent Austur-Þjóðverja hafi á einhverjum tímapunkti verið uppljóstrarar fyrir Stasi. Hlutfall Íslendinga sem notar Facebook er hins vegar um 88 prósent. „Þetta fólk gefur skýrslu oftar og í mun meiri smáatriðum en þeir létu sig dreyma um hjá Stasi. Og fær ekki einu sinni borgað fyrir!“ segir Assange.

Hann segir að áður hafi stjórnvöld sem vilja hafa eftirlit með borgurunum þurft að ákveða hverjum ætti að fylgjast með. Nú sé tæknin orðin svo öflug að hægt sé að safna öllum textaskilaboðum, símtölum og tölvupósti til að fletta upp í síðar eða leita í. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×