Erlent

Skotárás kostaði þrjá lífið í Oregon

Skotárás í verslunarmiðstöð í Portland í Oregon kostaði þrjá menn lífið, þar á meðal árásaramanninn í gærkvöldi.

Í fréttum vestan hafs segir að árásarmaðurinn hafi verið með grímu fyrir andlitinu þegar hann kom inn á verslunarmiðstöðina og hóf skothríð í allar áttir. Að því loknu virðist hann hafa framið sjálfsmorð.

Fyrir utan þá sem féllu liggur kona alvarlega særð á gjörgæsludeild eftir árásina. Ekki er vitað um orsakir árásarinnar né hefur tekist að bera kennsl á árásarmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×