Erlent

Ruby hjartaþjófur heldur til í Mexíkó

Stúlkan sem er miðpunkturinn í málaferlum gegn Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu er komin fram. Hún segist vera í Mexíkó ásamt kærasta sínum og barni.

Stúlkan, Karima el Mahraoug að nafni en betur þekkt sem Ruby hjartaþjófur, átti að mæta í dómsal í Mílanó síðasta mánudag. Hún mætti ekki og mun heldur ekki mæta þann 17. desember þegar réttarhöldin halda áfram. Raunar segir lögmaður hennar að hún komi ekki til Ítalíu fyrr en eftir áramót.

Berlusconi er ákærður fyrir að hafa keypt vændisþjónustu af henni þegar hún var aðeins 17 ára gömul eða undir lögaldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×