Erlent

Vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB fyrir 2015

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Boris Johnson er borgarstjóri í Lundúnum.
Boris Johnson er borgarstjóri í Lundúnum. Mynd/ AFP.
Boris Johnson, borgarstjóri í Lundúnum, segir að David Cameron, forsætisráðherra Breta, ætti að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrir næstu þingkosningar árið 2015, um áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu. Hann ætti að búa sig undir það að Bretar yfirgefi sambandið.

Borgarstjórinn var í viðtali í hinum geysivinsæla Andrew Marr þætti á BBC. Þar sagði hann að það yrði „frábært" ef forsætisráðherrann myndi fljótlega efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um stöðu Bretlands í Evrópusambandinu.

Ég held að það yrði mjög góð hugmynd, ef hann myndi gera það fyrir árið 2015. Það yrði alveg frábært," sagði hann. „Ég sé það ekki gerast fyrir árið 2015. En hann mun gera grein fyrir öllu þessu í ræðu sem hann mun halda fljótlega," sagði Johnson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×