Sýnt verður frá keppni í efstu deild karla og kvenna í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, á Stöð 2 Sport í sumar eins og undanfarin ár. Pálmi Guðmundsson, framkvæmdarstjóri dagskrársviðs 365, staðfesti það við Vísi.
Samningurinn gildir til næstu tveggja ára en 365 verður með sýningarrétt frá bæði Íslands- og bikarkeppnum karla og kvenna.
Páll Magnússon, útvarpsstjóri Rúv, sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem fram kemur að Sportfive hafi hafnað tilboði Rúv í sýningarrétt frá landsleikjum Íslands í knattspyrnu, sem og samantektarþætti frá Íslands- og bikarmótunum í knattspyrnu.
KSÍ hefur undanfarin ár selt Sportfive útsendingarréttinn af leikjum á vegum sambandsins.
