Enski boltinn

Langþráð hjá Agbonlahor og Villa - öll úrslitin í enska

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gabriel Agbonlahor fagnar sigurmarki sínu með stjóranum Paul Lambert.
Gabriel Agbonlahor fagnar sigurmarki sínu með stjóranum Paul Lambert. Mynd/AFP
Norwich og Aston Villa unnu bæði mikilvæga sigra 1-0 í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar í dag og Everton varð að sætta sig við enn eitt jafntefli. Stigið nægði þó Everton til að komast upp fyrir Tottenham og upp í fjórða sætið.

Belginn Marouane Fellaini virtist vera að tryggja Everton 2-1 útisigur á Fulham eftir að hafa skorað tvö mörk en varamaðurinn Steve Sidwell tryggði Fulham stig í uppbótartíma.

Nýliðar Norwich komust upp í 14. sæti með sínum öðrum sigri í þremur leikjum þegar liðið vann 1-0 heimasigur a´Stoke. Bradley Johnson skoraði sigurmarkið.

Gabriel Agbonlahor tryggði Aston Villa fyrsta deildarsigurinn síðan um miðjan september þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 útisigri á Sunderland. Agbonlahor skoraði sigurmarkið á 57. mínútu en þetta var fyrsta deildarmark hans í næstum því eitt ár.

Ben Watson tryggði Wigan 1-0 útisigur á Tottenham og Pablo Hernández bjargaði stigi fyrir Swansea á móti Chelsea þegar hann skoraði jöfnunarmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok.

Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:

Manchester United - Arsenal 2-1

1-0 Robin van Persie (3.), 2-0 Patrice Evra (67.), 2-1 Santi Cazorla (90.+4).

Fulham - Everton 2-2

1-0 Bryan Ruiz (7.), 1-1 Marouane Fellaini (54.), 1-2 Marouane Fellaini (71.), 2-2 Steve Sidwell (90.+2).

Norwich - Stoke 1-0

1-0 Bradley Johnson (44.)

Sunderland - Aston Villa 0-1

0-1 Gabriel Agbonlahor (57.)

Swansea - Chelsea 1-1

0-1 Victor Moses (61.), 1-1 Pablo Hernández (88.)

Tottenham - Wigan 0-1

0-1 Ben Watson (56.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×