Erlent

Norska krónan hækkar enn

Útlit er fyrir að velmegun síðustu ára í Noregi muni halda áfram á næsta ári.
Útlit er fyrir að velmegun síðustu ára í Noregi muni halda áfram á næsta ári.
Norska krónan hefur styrkst verulega síðustu misseri með uppgangi í efnahagslífinu þar í landi.

Ekki sér enn fyrir endann á því, samkvæmt því sem Bloomberg hefur eftir Ian Stannard, sérfræðingi hjá Merrill Lynch-bankanum.

Um þessar mundir jafngildir ein evra um 7,3 norskum krónum, en Stannard segir að á næsta ári geti hlutfallið farið undir sjö krónur í fyrsta sinn.

Þessi hækkun mun þó kynda undir verðbólgu í Noregi og auka þörfina á stýrivaxtahækkun.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×