Erlent

Átök brutust út milli fylkinga

Einn mótmælenda leikur sér að fótbolta.
Einn mótmælenda leikur sér að fótbolta. nordicphotos/AFP
Andstæðingar Mohammeds Morsi forseta áttu í átökum í gær við íslamista sem styðja forsetann, daginn áður en gengið er til atkvæða um nýja stjórnarskrá. Sumir íslamistanna sveifluðu sverðum en andstæðingar forsetans köstuðu grjóti. Kveikt var í að minnsta kosti tveimur bifreiðum.

Átökin brutust út að loknum föstudagsbænum í einni af stærri moskum Kaíró. Þaðan breiddust átökin út á breiðgötur í nágrenninu.

Morsi segir stjórnarskrána nauðsynlega til að tryggja lýðræði í landinu, en andstæðingar hans segja ekki hafa verið vandað nóg til verka og ýmis mannréttindi séu ekki nógu vel tryggð í henni.

Andstæðingar stjórnarskrárinnar hvöttu Morsi til að hætta við þjóðaratkvæðagreiðsluna, en hann hefur verið staðráðinn í að láta reyna á hvort stjórnarskráin verður ekki samþykkt. Flest bendir til að meirihluti landsmanna sé fylgjandi nýrri stjórnskipan.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×