Erlent

Steinaldarmenn framleiddu osta fyrir 7.500 árum

Fornleifafræðingar hafa komist að því að steinaldarmenn framleiddu og borðuðu ost fyrir 7.500 árum.

Fjallað er um málið í tímaritunu Nature. Þar segir að leirkeraleifar sem fundust í Póllandi frá steinaldartímanum hafi verið með fituskán sem efnafræðingar hafa greint sem ost.

Þessi leirkersbrot fundust raunar fyrir um 30 árum síðan en það var fyrst nú að fituskánin á þeim var efnagreind.

Leirkerin voru með mörgum smáum holum sem bendir einnig til að þau hafi verið notuð til framleiðslu á ostum.

Talið er að ostur steinaldarmannanna hafi líkst mozzarella. Aldrei áður hafa fundist jafngamlar leifar af ostagerð í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×