Erlent

Tveimur fílum bjargað með vodka í Síberíu

Tveimur fílum var bjargað frá því að frjósa í hel í Síberíu með því að þeim voru gefnir tveir kassar af vodka að drekka sem blandað var með heitu vatni.

Verið var að flytja fílana í upphituðum flutningabíl þegar kviknaði í honum. Það tókst að bjarga fílunum úr bílnum en á þessum slóðum eða í Novosibrisk héraðinu var 40 stiga frost.

Strax tók að bera á kali á eyrum fílanna og rönum. Því var þeim gefið vodkað þar til þeim var komið fyrir í nærliggjandi menntaskóla. Fílarnir voru í eigu sirkus frá Póllandi. Sá sem stjórnaði aðgerðunum segir að fílarnir hafi öskrað af ánægju eftir að þeim fengu vodkað.

Yfirleitt er það talinn mjög skammgóður vermir að drekka áfengi í miklum kulda. Dýragarðsstjóri í Novosibrisk segir hinsvegar að vodkað hafi bjargað fílunum frá ofkólnun eða lungnabólgu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×