Erlent

Atkvæðagreiðslan hafin

BBI skrifar
Atkvæðagreiðslan hófst í dag.
Atkvæðagreiðslan hófst í dag. Mynd/AFP
Egyptar ganga í dag til atkvæða um nýja stjórnarskrá landsins en gríðarleg öryggisgæsla er á kjörstöðum. Stjórnarskrárdrögin hafa valdið miklum titringi í landinu en Mohammed Morsi, forseti landsins, segir hana nauðsynlega til að tryggja lýðræði í landinu.

Morsi og stuðningsmenn hans hafa haldið uppi miklum áróðri fyrir stjórnarskrárdrögunum en andstæðingar segja að þau hygli múslimum um of.

Atkvæðagreiðslunni verður ekki lokið fyrr en eftir viku, en hún hófst í dag í Kairó, Alexandríu og átta öðrum héröðum landsins. Hún mun hefjast eftir viku annars staðar í þessu landi þar sem alls 51 milljón manns er á kjörskrá.

Öryggisgæsla er mikil enda hefur málið valdið ófriði í landinu að undanförnu, en öryggissveitir telja um 250 þúsund manns.

Frá þessu er sagt á fréttavef BBC.


Tengdar fréttir

Átök brutust út milli fylkinga

Andstæðingar Mohammeds Morsi forseta áttu í átökum í gær við íslamista sem styðja forsetann, daginn áður en gengið er til atkvæða um nýja stjórnarskrá. Sumir íslamistanna sveifluðu sverðum en andstæðingar forsetans köstuðu grjóti. Kveikt var í að minnsta kosti tveimur bifreiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×