Erlent

Atkvæðagreiðslan verður framlengd

BBI skrifar
Egypskar konur bíða í röð eftir því að fá að kjósa.
Egypskar konur bíða í röð eftir því að fá að kjósa. Mynd/AFP
Kjörstaðir í Egyptalandi verða opnir lengur í kvöld en gert var ráð fyrir vegna þeirrar gífurlegu þátttöku sem virðist ætla að verða í kosningunni. Egyptar kjósa í dag um drög að nýrri stjórnarskrá.

Atkvæðagreiðslan í dag verður fjórum klukkustundum lengri en gert var ráð fyrir. Atkvæðagreiðslan hefur gengið vel fyrir sig í dag.

Atkvæðagreiðslan í dag fer fram í Kairo, Alexandríu og fjórum öðrum héröðum í landinu. Þau héröð sem eftir standa munu kjósa um drögin í næstu viku, en alls eru 51 milljón manna á kjörskrá.

Fréttaritari BBC segir að atkvæðagreiðslan í dag snúist ekki einungis um nokkrar óskýrar greinar á pappír. Fólk er í raun að greiða atkvæði um hvort Egyptaland verði múslimaríki eða ekki tengt sérstökum trúarbrögðum. Þetta skýrir líklega þá miklu kjörsókn sem nú blasir við.

Á kjörseðlinum er einfaldlega spurt hvort Egyptar styðji stjórnarskrárdrögin eða ekki. Mohammed Morsi, forseti Egyptalands, er mikill stuðningsmaður þeirra og telur mikilvægt að samþykkja þau. Andstæðingar hans leggja mikla áherslu á að þeim verði hafnað.


Tengdar fréttir

Atkvæðagreiðslan hafin

Egyptar ganga í dag til atkvæða um nýja stjórnarskrá landsins en gríðarleg öryggisgæsla er á kjörstöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×