Erlent

Berlusconi dregur sig í hlé ef Monti fer fram

Silvio Berlusconi hefur boðist til þess að hverfa frá endurkomu sinni í ítalskt stjórnmálalíf ef Mario Monti fellst á að bjóða sig fram sem leiðtogaefni sambands hægriflokkanna á Ítalíu í komandi þingkosningum.

Þetta kom fram í máli Berlusconi á blaðamannafundi í gærdag. Hann segir jafnframt að hann bjóðist til að koma á sambandi hægriflokkana fyrir Monti og samhæfa kosningabaráttu þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×