Erlent

Páfinn er kominn á twitter

Benedikt 16. páfi heldur áfram að taka nýjustu tækni í sína þjónustu. Páfinn er nú kominn á twitter og hefur sent fyrstu skilaboð sín þar.

Í skilaboðunum segir páfinn að hann sé ánægður með að vera kominn í samband við kæra vini sína á twitter og blessar þá alla. Skilaboð páfans á twitter eru send út á átta mismunandi tungumálum.

Páfinn var þegar búinn að senda tvö skilaboð í viðbót í gærdag. Það eru þegar um 700.000 manns sem fylgjast með twitter skilaboðum páfans á ensku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×