Íslenski boltinn

Jóhann aftur til Þórs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhann í leik með Fylki síðasta sumar.
Jóhann í leik með Fylki síðasta sumar. Mynd/Ernir
Jóhann Þórhallsson er genginn í raðir Þórs á Akureyri og mun spila með liðinu í Pepsi-deild karla á næstu leiktíð. Hann gerði tveggja ára samning við félagið.

Jóhann er uppalinn Þórsari en lék síðast með Fylki. Hann hefur einnig spilað með KA, KR og Grindavík á sínum ferli en alls hefur han skorað 94 mörk í 221 leikjum í deild og bikar.

Hann hefur lengi verið orðaður við sitt gamla félag en samningur hans við Fylki rann út í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×