Pétur Georg Markan skoraði tvívegis fyrir BÍ/Bolungarvík í 2-2 jafntefli liðsins gegn KA í norðan heiða í 1. deild karla í dag.
Dávid Disztl kom heimamönnum yfir á áttundu mínútu en mínútu síðar jafnaði Pétur Georg og staðan jöfn í hálfleik.
Hallgrímur Mar Steingrímsson kom heimamönnum yfir á nýjan leik með marki á 75. mínútu en aftur lifði forysta KA-manna stutt. Pétur Georg jafnaði metin tveimur mínútum síðar.
Bæði lið eru um miðja deild eftir jafnteflið. KA hefur 13 stig í 5. sæti en BÍ/Bolungarvík 12 stig í 6. sæti.
