Erlent

Vísindamenn uppgötva lífvænlega plánetu í næsta nágrenni

Lífvænleg pláneta gæti leynst í sólkerfi stjörnunnar Tau Ceti. Stjarnan er í næsta nágrenni við Jörðina eða í um 12 ljósára fjarlægð.

Það var alþjóðlegur hópur vísindamanna sem tilkynnti uppgötvunina á dögunum. Pláneta er kölluð E og er staðsett í hinu svokallaða Gullbráarsvæði við fylgistjörnu sína.

Plánetan er þannig í hæfilegri fjarlægð frá stjörnunni til að vatn geti þar verið í vökvaformi. Vatn er forsenda þess að líf eins og við þekkjum það geti myndast.

Hátt í 800 lífvænlegar plánetur hafa fundist frá því að leit hófst árið 1995. Flestar eru þær þó annað hvort of langt frá fylgistjörnu sinni eða of nálægt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×