Breiðablik hefur lánað miðjumanninn Jökul Elísabetarson til Knattspyrnufélags Vesturbæjar sem leikur í 2. deild. Jökull verður hjá Vesturbæjarliðinu út tímabilið.
Jökull hefur komið við sögu í tíu deildarleikjum Blika í sumar en í mörgum þeirra sem varamaður. Segja má að hann sé kominn heim enda er Jökull uppalinn í Vesturbænum og varð Íslandsmeistari með KR 2002 og 2003.
Hann lék síðar með Víkingi og varð svo Íslandsmeistari með Breiðabliki sumarið 2010.
Um mikinn styrk er að ræða fyrir Vesturbæjarliðið sem missir nokkra lykilmenn á næstunni. Þeirra á meðal er markahæsti leikmaður liðsins, Gunnar Kristjánsson, sem heldur til Noregs í nám.
Knattspyrnufélag Vesturbæjar er að mestu leyti byggt upp af knattspyrnumönnum sem spiluðu upp yngri flokka hjá KR. Liðið situr í toppsæti 2. deildar með tveggja stiga forskot á Völsung.
Jökull Elísabetarson lánaður frá Breiðabliki til KV
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum
Enski boltinn

Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag
Enski boltinn



Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ
Íslenski boltinn

Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano
Enski boltinn

Á að reka umboðsmanninn á stundinni
Enski boltinn



Arsenal að stela Eze frá Tottenham
Enski boltinn