Erlent

Gamli glaumgosinn Hugh Hefner giftir sig aftur

Gamli glaumgosinn Hugh Hefner er ekki alveg dauður úr öllum æðum þótt orðinn sé 86 ára gamall.

Hann ætlar enn og aftur að gifta sig og það stúlku sem varð heimsþekkt í fyrra fyrir að hafa hlaupið frá komandi brúðkaupi þeirra.

Sú sem hér um ræðir, og er aftur verðandi brúðir Hefner er hin 26 ára gamla Crystal Harris. Þau ætla að láta gefa sig saman í Beverly Hills á nýárskvöld. Um 300 gestum verður boðið í brúðkaupsveisluna.

Crystal var kjörin Playboy stúlka desembermánaðar árið 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×