Erlent

Þingkosningum sennilega flýtt á Ítalíu

Þingkosningum á Ítalíu verður sennilega flýtt og þær haldnar í lok febrúar en þær voru áformaðar miðjan apríl.

Giorgio Napolitano, forseti landsins sagði í gærkvöldi það væri landinu fyrir bestu að eyða allri óvissu sem fyrst og að besti kjördagurinn væri því 24. febrúar.

Mario Monti, forsætisráðherra, mun láta formlega af embætti að lokinni atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp næsta árs. Sú atkvæðagreiðsla verður í dag.

Monti mun síðan tilkynna um helgina hvort hann verður í framboði eða ekki í komandi kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×