Íslenski boltinn

Tillen búinn að semja við FH

FH-ingar eru heldur betur að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í dag því nú hefur verið tilkynnt að einn besti leikmaður Fram síðustu ár, Sam Tillen, sé búinn að skrifa undir samning við félagið.

Það kemur fram á stuðningsmannasíðu FH, fh-ingar.net, að Tillen sé búinn að skrifa undir tveggja ára samning við félagið.

Fyrr í dag gekk FH frá samningi við Ingimund Níels Óskarsson sem kom til félagsins frá Fylki.

Það er dagljóst að FH-ingar ætla ekki að missa Íslandsmeistaratitilinn úr Firðinum svo auðveldlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×