Sextán liða úrslit Borgunarbikars karla í knattspyrnu verða gerð upp í Borgunarmörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 22. Þátturinn verður einnig í opinni dagskrá hér á Vísi.
Í þættinum verða sýnd helstu atvik, mörk og viðtöl úr viðureignunum í sextán liða úrslitum keppninnar.
Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan. Útsending hefst klukkan 22.
Borgunarmörkin í beinni útsendingu á Vísi

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - Fylkir 2-1 | Fögnuður í Fossvogi
Víkingur, sem leikur í 1. deild, gerði sér lítið fyrir og sló efstudeildarlið Fylkis út úr Borgunarbikar karla í knattspyrnu með 2-1 sigri í Fossvoginum í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Breiðablik 3-0 | Bikarmeistararnir áfram
KR-ingar unnu góðan sigur á Breiðabliki í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla í kvöld. Sjálfsmark Kristins Jónssonar í fyrri hálfleik ásamt tveimur mörkum frá Kjartani Henry Finnbogasyni og Þorsteini Má Ragnarssyni á lokamínútum leiksins tryggðu ríkjandi bikarmeisturum farseðil í 8-liða úrslitin.