Erlent

John Kerry líklegastur sem utanríkisráðherra

Flestir telja nú að John Kerry fyrrum forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins verði næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Susan Rice sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum var talin eiga stöðuna vísa en hún er dottin af skaftinu vegna þess hve illa hún hélt á afleiðingum árásarinnar í Benghazi fyrr í ár sem kostaði sendiherra Bandaríkjanna í Líbýu lífið.

Í frétt um málið á CNN segir að John Kerry myndi verða vinsælt val í stöðu utanríkisráðherra innan öldungadeildar Bandaríkjaþings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×