Erlent

Danska konungsfjölskyldan breytir jólahefð sinni

Danska konungsfjölskyldan mun breyta áratugalangri hefð við jólahald sitt í ár. Fjölskyldan hefur yfirleitt öll saman haldið jólin í Marselisborgarhöll við Árósafjörð og sótt jólaguðsþjónustu í dómkirkjunni í Árósum.

Í ár verða það aðeins Margrét Danadrotting og HInrik eiginmaður hennar sem dvelja munu í Marselisborgarhöll. Báðir prinsarnir, Friðrik og Jóakim, eiga orðið svo barnmargar fjölskyldur sjálfir að þeir ætla að halda eigin jól með þeim.

Friðrik og Mary og börn þeirra verða heima í Friðriks áttunda höllinni. Jóakim ásamt fjölskyldu sinni verður í Schackenborgarhöllinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×