Erlent

Fleiri deyja úr offitu en hungri í heiminum

Fleira fólk deyr nú úr offitu en hungri í heiminum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem breska blaðið The Times birtir.

Þar segir að árið 2010 hafi yfir þrjár milljónir jarðarbúa dáið úr offitu en þetta er þrefaldur fjöldi en þeirra sem dóu úr hungri eða næringarskorti á því ári. Rannsóknin sýnir einnig að helstu heilsubrestir heimsins nú séu of hár blóðþrýstingur, reykingar og drykkja.

Fram kemur að á meðan heilsubrestir tengdir offitu fari vaxandi meðal vestrænna þjóða hefur dregið verulega úr fjölda þeirra barna sem deyja vegna næringarskorts í fátækari löndum heimsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×