Erlent

Kínverjar herða regluverk um internetið

BBI skrifar
Mynd/AFP
Reglur um internetnotkun í Kína hafa verið hertar. Hér eftir þurfa netnotendur að gefa þjónustuaðilum upp fullt nafn og persónuupplýsingar til að gera notað netið.

Ríkisfréttastofan segir að breytingarnar séu hluti af því að vernda persónuupplýsingar fólks. Gagnrýnendur segja reglurnar hins vegar hugsaðar til að takmarka tjáningarfrelsi.

Fólk mun enn geta skrifað á netið undir dulnefni en hins vegar eiga upplýsingar um raunverulegt nafn alltaf að liggja fyrir hjá þjónustuaðila.

Reglurnar eru í raun ekki nýjar á nálinni heldur er verið að herða eldri reglur sem ekki hefur verið framfylgt. Auk þess er sú skylda lögð á þjónustuaðila að eyða færslum sem stangast á við lög og tilkynna þær til yfirvalda.

Frá þessu er greint á fréttamiðli BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×