Erlent

Berlusconi tilkynnir formlega um framboð sitt

Silvio Berlusconi hefur tilkynnt formlega að hann muni gefa kost á sér í komandi þingkosningum á Ítalíu. Þetta sagði hann í viðtali um helgina á einni af sjónvarpsstöðvunum sem eru í eigu hans.

Berlusconi orðaði þetta þannig að því miður gæfi hann kost á sér í opinbera þjónustu að nýju. Ítalía sé á leið í svaðið og margir hafi hvatt hann til að gefa kost á sér.

Berlusconi skildi Ítalíu eftir sem rjúkandi rúst þegar hann hrökklaðist frá völdum fyrir hálfu öðru ári síðan. Þar að auki stendur hann enn í málaferlum vegna spillingar og kynferðisafbrots.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×