Erlent

Samkynhneigðir í Washington ganga í það heilaga

Larry Duncan og Randy Shepherd stálu senunni. Þeir hafa verið saman í 11 og sóttu um leyfi til að ganga í hjónaband í síðustu viku
Larry Duncan og Randy Shepherd stálu senunni. Þeir hafa verið saman í 11 og sóttu um leyfi til að ganga í hjónaband í síðustu viku MYND/AP/Meryl Schenker
Hjónabönd samkynhneigðra eru loks lögleg í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Á fimmtudaginn síðastliðinn sóttu hátt í 1.000 pör um sérstakt leyfi til að ganga í það heilaga. Það var síðan í gær sem fyrirvarinn rann út og rúmlega 140 hjónavígslur fóru þá fram.

Íbúar í Washington samþykktu breytingarnar í íbúakosningum sem fóru fram samhliða forsetakosningunum, þann 6. nóvember síðastliðinn.

Þá samþykktu íbúar einnig lög er varða maríjúana og mega einstaklingar eldri 21 árs nú hafa um tvö kíló af efninu undir höndum án þess að óttast afskipti lögreglunnar.

Frá ráðhúsinu í Seattle í dag.MYND/AP
Það var sannarlega mikið um dýrðir fyrir utan ráðhúsið í Seattle í gær. Fjölmörg pör biðu þá óþreyjufull eftir að uppfylla langþráðan draum sinn um að ganga í hjónaband.

Borgarstjórinn í Seattle, Mike McGinn, sagði á samskiptamiðlinum Twitter að fyrsti dagur hjónavígslna samkynhneigðra hefði gengið vel fyrir sig. Þá sagði hann að næstu dagar yrðu strembnir í ráðhúsinu enda væru fjölmörg pör á biðlista.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×