Erlent

AFP velur ljósmyndir ársins

MYND/AFP
Fréttaritarar og ljósmyndarar AFP-fréttastofunnar hafa tekið saman ljósmyndir ársins 2012. Alls eru ljósmyndirnar 99 talsins og ná þær yfir alla helstu viðburði, atvik og uppákomur ársins.

Í safninu má sjá myndir frá Ólympíuleikunum í Lundúnum, fárviðrinu Sandy sem skall á austurströnd Bandaríkjanna, baráttu Mitt Romneys og Baracks Obama um forsetastólinn, geimskutluna Enterprise á flugi yfir New York, söngkonuna Adele að taka við Grammy-verðlaunum og fleiri.

Það skal taka fram að ljósmyndirnar, þó fallegar séu, varpa einnig ljósi á það hörmungarástand sem ríkir víða um heim og því ættu viðkvæmir að hugsa sig tvisvar um áður en myndirnar eru skoðaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×