Erlent

Fönguðu hrægamm sem Ísraelsmenn notuðu til njósna

Embættismenn í Súdan segja að þau hafi náð að fanga hrægamm sem var útbúinn með ýmsum tækjabúnaði til njósna fyrir Ísraelsmenn.

Hrægammur þessi náðist í Dafur héraði en við hann var fest GPS tæki og búnaður með sólarrafhlöðum sem hægt var að nota til að ná sambandi við gervihnetti. Ásamt þessu var hrægammurinn með merki á sér þar sem á stóð Náttúruþjónusta Ísrael og Hebrew háskólinn, Jerúsalem.

Ísraelsmenn hafa viðurkennt að hrægammurinn sé á þeirra vegum en hann hafi eingöngu verið notaður til að rannsaka ferðir farfugla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×