Erlent

Ruby hjartaþjófur er horfin

Stúlkan sem er miðpunkturinn í málaferlunum gegn Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu er horfin.

Berlusconi er ákærður fyrir að hafa keypt vændisþjónustu af henni þegar hún var aðeins 17 ára gömul eða undir lögaldri.

Stúlkan, Karima el Mahraoug að nafni en betur þekkt sem Ruby hjartaþjófur, átti að mæta í dómsal í Mílanó í gærdag þar sem réttað er í málinu. Hún mætti ekki og lögmaður hennar segist ekki hafa hugmynd um hvar hún sé niðurkominn.

Dómarinn í málinu hefur beðið lögregluna um að hafa upp á Karimu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×