Erlent

Óheppinn búðaþjófur þurfti óvænt að greiða skattaskuld

Óheppinn búðaþjófur í Greve á Sjálandi lenti í því að reiðufé sem hann var með á sér var gert upptækt af lögreglunni og sent sem greiðsla upp í ógreidda skattaskuld.

Starfsfólk í verslun Bilka í Greve tók eftir því að þrjár konur fóru með fulla innkaupakerru af súkkulaði, karamellum og gosdrykkjum út úr versluninni án þess að greiða fyrir þessar vörur.

Lögreglan var kölluð og handtók hún konurnar en verðmæti þýfisins reyndist rúmlega 10.000 danskar kr. eða vel yfir 200.000 kr.

Við leit á einni konunni fannst svo reiðufé sem var meira en verðmæti þýfisins. Það var svo sent skattinum upp í ógreidda skattaskuld konunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×