Erlent

Engin sprengja á Strikinu

Fjölmargir lögreglubílar eru á Strikinu, við Ráðhústorgið.
Fjölmargir lögreglubílar eru á Strikinu, við Ráðhústorgið. Mynd/Politiken
Ekkert reyndist vera sprengja í grunsamlegri tösku sem fannst við héraðsdóm Kaupmannahafnar á fimmta tímanum í dag.

Ákveðið var að loka Ráðhústorginu í kjölfarið en einnig var lokað fyrir umferð um nærliggjandi götur, þar á meðal H. C. Andersen-stræti.

Því næst rannsakaði sprengjuleitarvélmenni töskuna og stuttu seinna tilkynntu lögregluyfirvöld í Kaupmannahöfn að hún væri tóm.

Mikið öngþveiti myndaðist á svæðinu en vegfarandi sem Vísir ræddi við sagði að viðbúnaður lögreglunnar hefði verið mikill.

Ekstrabladet hefur greint frá því að Héraðsdómur Kaupmannahafnar hafi réttað yfir öfgasinnuðum vinstrimönnum þegar sprengjan fannst. Þeir eru sakaðir um að hafa kveikt í lögregluskólanum, húsnæði leyniþjónustunnar og fleiri stöðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×