Erlent

Whitney Houston vinsælust á Google

Vinsælasta leitarorðið á Google á þessu ári er Whitney Houston. Söngkonan dáða lést í febrúar einungis 48 ára að aldri. Leitarvefurinn Google hefur tekið saman lista yfir vinsælustu leitarorðin en við Íslendingar könnumst við flest þeirra.

Í öðru sæti á listanum var Gangnam Style og í því þriðja Fellibylurinn Sandy.

Á listanum yfir vinsælasta leitarorðið í myndaflokknum, þá er breska strákahljómsvein One Direction í efsta sæti og kærasta söngvarans Justin Bieber í öðru sæti - sjálfur er Bieber í sjötta sæti á þeim lista.

Körfuboltamaðurinn Jeremy Lin var vinsælastur í íþróttamannaflokknum og sundkappinn Michael Phelps í öðru sæti. Mario Balotelli, leikmaður Manchester City var í níunda sæti.

Listann má sjá í heild sinni á vef Google, hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×