Stofnun "Petoro Iceland" lögð fyrir Stórþingið Kristján Már Unnarsson skrifar 13. desember 2012 19:26 Stórþingið í Osló. Búist er við að atkvæði verði greidd fyrir jól um þátttöku í olíuleit í lögsögu Íslands. Tillaga sem heimilar norska ríkinu að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu var lögð fram í norska Stórþinginu í dag. Hún er hluti breytingartillögu við fjáraukalög Noregs vegna ársins 2012, sem fjárlaganefnd Stórþingsins flytur. Þar er óskað eftir heimild til handa olíu- og orkumálaráðuneytinu, fyrir hönd norska ríkisins, til að „taka þátt í og undirbúa þátttöku í olíustarfsemi í íslenskri lögsögu". Lagt er til að stofnað verði sérstakt félag, „Petoro Iceland AS", í þessu skyni. Stofnfé verði 2 milljónir norskra króna, um 45 milljónir íslenskra króna. Það verði norskt félag og dótturfélag ríkisolíufélagsins Petoro, með útibú á Íslandi, og verði rétthafi sérleyfa og þátttakandi í samstarfi á íslensku landgrunni. Félaginu verða heimiluð allt að 20 milljóna króna útgjöld, 450 milljónir íslenskra króna, til að mæta kostnaði sem fellur til á árinu 2012 vegna sérleyfa eða ferðalaga í tengslum við þátttöku í olíustarfsemi á landgrunni Íslands. Þá er lagt til að móðurfélagið Petoro beri ótakmarkaða ábyrgð gagnvart íslenskum stjórnvöldum á skuldbindingum sem dótturfélagið stofnar til sem rétthafi sérleyfanna á Íslandi. Norðmenn tilkynntu íslenskum stjórnvöldum fyrir tíu dögum að þau ætluðu að taka þátt í olíuleitinni á Drekasvæðinu. Það er í samræmi við Jan Mayen-samkomulag Íslands og Noregs, frá árinu 1981, sem felur í sér að Norðmenn hafa rétt á allt að 25% þátttöku í sérleyfum á hluta svæðisins. Ríkisstjórn Noregs samþykkti þátttökuna á ríkisstjórnarfundi þann 30. nóvember með fyrirvara um fjárveitingar Stórþingsins. Búist er við að þingið greiði atkvæði um tillöguna fyrir jól. Verði hún samþykkt mun Orkustofnun í framhaldinu gefa út fyrstu olíuvinnslusérleyfin með formlegum hætti; annars vegar til Faroe Petroleum, Íslensks Kolvetnis og Petoro Iceland, og hins vegar til Valiant Petroleum, Kolvetnis og Petoro Iceland. Tengdar fréttir Leyfisveiting á Drekasvæðinu vekur athygli olíuheimsins Tilkynning íslenskra stjórnvalda um veitingu sérleyfa til olíuvinnslu á Drekasvæðinu hefur vakið athygli fjölmiðla í Bretlandi og helstu vefmiðla í olíugeiranum. Netmiðill breska útvarpsins, BBC, og skoski miðillinn The Scotsman, eru meðal þeirra sem birt hafa frétt um málið, en einnig viðskipta- og olíufréttamiðlar eins og World-Oil, Natural Gas Europe og Offshore Magazine. 5. desember 2012 17:44 Ríkisolíufélagið Petoro tekur þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu Orkustofnun hefur ákveðið að veita félögunum Faroe Petroleum Norge AS og Íslensku Kolvetni ehf. annars vegar og Valiant Petroleum ehf. og Kolvetni ehf. hins vegar, sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu og gass) á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 3. desember 2012 11:45 Aðild Norðmanna sýnir að þeir hafa trú á olíu á Drekasvæðinu Ákvörðun norskra stjórnvalda að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu er fagnað af væntanlegum leyfishöfum, sem segja þetta skilaboð til olíufélaga heims um að mikils sé að vænta. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að fengur sé að fá Noreg með í verkefnið. Það er í samræmi við samkomulag um gagnkvæman 25 prósenta rétt á afmörkuðu svæði sem norsk stjórnvöld tilnefndu í morgun Petoro til þátttöku en félagið er að öllu leyti í eigu norska ríkisins og var áður hluti af Statoil. 3. desember 2012 18:36 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Tillaga sem heimilar norska ríkinu að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu var lögð fram í norska Stórþinginu í dag. Hún er hluti breytingartillögu við fjáraukalög Noregs vegna ársins 2012, sem fjárlaganefnd Stórþingsins flytur. Þar er óskað eftir heimild til handa olíu- og orkumálaráðuneytinu, fyrir hönd norska ríkisins, til að „taka þátt í og undirbúa þátttöku í olíustarfsemi í íslenskri lögsögu". Lagt er til að stofnað verði sérstakt félag, „Petoro Iceland AS", í þessu skyni. Stofnfé verði 2 milljónir norskra króna, um 45 milljónir íslenskra króna. Það verði norskt félag og dótturfélag ríkisolíufélagsins Petoro, með útibú á Íslandi, og verði rétthafi sérleyfa og þátttakandi í samstarfi á íslensku landgrunni. Félaginu verða heimiluð allt að 20 milljóna króna útgjöld, 450 milljónir íslenskra króna, til að mæta kostnaði sem fellur til á árinu 2012 vegna sérleyfa eða ferðalaga í tengslum við þátttöku í olíustarfsemi á landgrunni Íslands. Þá er lagt til að móðurfélagið Petoro beri ótakmarkaða ábyrgð gagnvart íslenskum stjórnvöldum á skuldbindingum sem dótturfélagið stofnar til sem rétthafi sérleyfanna á Íslandi. Norðmenn tilkynntu íslenskum stjórnvöldum fyrir tíu dögum að þau ætluðu að taka þátt í olíuleitinni á Drekasvæðinu. Það er í samræmi við Jan Mayen-samkomulag Íslands og Noregs, frá árinu 1981, sem felur í sér að Norðmenn hafa rétt á allt að 25% þátttöku í sérleyfum á hluta svæðisins. Ríkisstjórn Noregs samþykkti þátttökuna á ríkisstjórnarfundi þann 30. nóvember með fyrirvara um fjárveitingar Stórþingsins. Búist er við að þingið greiði atkvæði um tillöguna fyrir jól. Verði hún samþykkt mun Orkustofnun í framhaldinu gefa út fyrstu olíuvinnslusérleyfin með formlegum hætti; annars vegar til Faroe Petroleum, Íslensks Kolvetnis og Petoro Iceland, og hins vegar til Valiant Petroleum, Kolvetnis og Petoro Iceland.
Tengdar fréttir Leyfisveiting á Drekasvæðinu vekur athygli olíuheimsins Tilkynning íslenskra stjórnvalda um veitingu sérleyfa til olíuvinnslu á Drekasvæðinu hefur vakið athygli fjölmiðla í Bretlandi og helstu vefmiðla í olíugeiranum. Netmiðill breska útvarpsins, BBC, og skoski miðillinn The Scotsman, eru meðal þeirra sem birt hafa frétt um málið, en einnig viðskipta- og olíufréttamiðlar eins og World-Oil, Natural Gas Europe og Offshore Magazine. 5. desember 2012 17:44 Ríkisolíufélagið Petoro tekur þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu Orkustofnun hefur ákveðið að veita félögunum Faroe Petroleum Norge AS og Íslensku Kolvetni ehf. annars vegar og Valiant Petroleum ehf. og Kolvetni ehf. hins vegar, sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu og gass) á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 3. desember 2012 11:45 Aðild Norðmanna sýnir að þeir hafa trú á olíu á Drekasvæðinu Ákvörðun norskra stjórnvalda að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu er fagnað af væntanlegum leyfishöfum, sem segja þetta skilaboð til olíufélaga heims um að mikils sé að vænta. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að fengur sé að fá Noreg með í verkefnið. Það er í samræmi við samkomulag um gagnkvæman 25 prósenta rétt á afmörkuðu svæði sem norsk stjórnvöld tilnefndu í morgun Petoro til þátttöku en félagið er að öllu leyti í eigu norska ríkisins og var áður hluti af Statoil. 3. desember 2012 18:36 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Leyfisveiting á Drekasvæðinu vekur athygli olíuheimsins Tilkynning íslenskra stjórnvalda um veitingu sérleyfa til olíuvinnslu á Drekasvæðinu hefur vakið athygli fjölmiðla í Bretlandi og helstu vefmiðla í olíugeiranum. Netmiðill breska útvarpsins, BBC, og skoski miðillinn The Scotsman, eru meðal þeirra sem birt hafa frétt um málið, en einnig viðskipta- og olíufréttamiðlar eins og World-Oil, Natural Gas Europe og Offshore Magazine. 5. desember 2012 17:44
Ríkisolíufélagið Petoro tekur þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu Orkustofnun hefur ákveðið að veita félögunum Faroe Petroleum Norge AS og Íslensku Kolvetni ehf. annars vegar og Valiant Petroleum ehf. og Kolvetni ehf. hins vegar, sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu og gass) á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 3. desember 2012 11:45
Aðild Norðmanna sýnir að þeir hafa trú á olíu á Drekasvæðinu Ákvörðun norskra stjórnvalda að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu er fagnað af væntanlegum leyfishöfum, sem segja þetta skilaboð til olíufélaga heims um að mikils sé að vænta. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að fengur sé að fá Noreg með í verkefnið. Það er í samræmi við samkomulag um gagnkvæman 25 prósenta rétt á afmörkuðu svæði sem norsk stjórnvöld tilnefndu í morgun Petoro til þátttöku en félagið er að öllu leyti í eigu norska ríkisins og var áður hluti af Statoil. 3. desember 2012 18:36