Erlent

NASA vissir um að heimurinn farist ekki

BBI skrifar
Vísindamenn hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) eru svo sannfærðir um að heimurinn muni ekki farast 21. desember næstkomandi að þeir hafa þegar gefið út fréttatilkynningu sem er dagsett daginn eftir.

„Ef þú ert að horfa á þetta myndband þýðir það aðeins eitt, heimurinn fórst ekki í gær," segir í upphafi fréttatilkynningarinnar sem NASA hlóð upp á youtube nýverið.

Því hefur lengi verið haldið á lofti að samkvæmt ævafornum spádómi Mayanna eigi heimurinn að enda þann 21. desember árið 2012.

„En líttu í kringum þig. Þetta var allt saman einn allsherjar misskilningur frá upphafi," segir í myndbandi NASA en þar er vitnað í vísindamanninn Dr. John Carlson.

„Dagatal Mayanna endar ekki 21. desember árið 2012 og það var aldrei neinn Maya spádómur um endalok heimsins," segir hann. „En sannleikurinn er áhugaverðari en skáldskapurinn."

Myndband NASA sem með réttu ætti að birtast eftir rétta viku má nálgast á hlekknum hér að ofan.

Hér má nálgast tilkynningu NASA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×