Erlent

Börnin sem dóu voru sex og sjö ára gömul

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sorg ríkir í Connecticut vegna atburðarins.
Sorg ríkir í Connecticut vegna atburðarins. Mynd/ afp.
Yfirvöld birtu núna í kvöld nöfn þeirra 26 einstaklinga sem fórust í gær þegar óður byssumaður gekk berserksgang í grunnskóla í Connecticut í Bandaríkjunum. AP fréttastofan greinir frá því að allir þeir sex fullorðnu einstaklingar sem voru drepnir voru konur. Af þeim tuttugu börnum sem voru myrt, voru átta drengir og tólf stúlkur. Öll voru börnin sex og sjö ára gömul. Yfirvöld vinna nú að því að afla frekari upplýsinga um hinn 20 ára gamla Adam Lanza sem myrti börnin, en hann fyrirfór sér eftir að hann framdi ódæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×