Erlent

Alvöru Hungurleikar í bígerð

BBI skrifar
Bandaríska sjónvarpsstöðin CW tilkynnti í vikunni sem leið að von væri á raunveruleikaþætti sem minnir um margt á skáldsöguna um Hungurleikana. Þetta kemur fram í frétt á kvikmyndafréttasíðunni On the red carpet.

Þættirnir munu bera heitið The Hunt en þar munu tólf tveggja manna lið reyna að komast af við erfiðar aðstæður. Þau munu ekki fá neinn mat, vatn eða skjól og þurfa að keppa sín á milli. Sigurvegarinn hlýtur háa verðlaunafjárhæð í lokin.

Ekki hefur verið gefið út hvenær þáttaröðin hefur göngu sína.

Ævintýrið um Hungurleikana byggir á skáldsögu þar sem börn eru lokuð úti í villtri náttúru og látin berjast til dauða um afkomu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×