Enski boltinn

Björn Bergmann frábær í sigri Wolves

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Björn Bergmann Sigurðarson skoraði eitt marka Wolves í 4-1 útisigri á Bristol City í Championship-deildinni í knattspyrnu í gær.

Björn Bergmann kom Úlfunum í 4-0 skömmu fyrir hálfleik. Heimamenn minnkuðu muninn í seinni hálfleik en öruggur sigur gestanna var staðreynd.

Björn Bergmann fær mikið hrós fyrir frammistöðu sína í enskum fjölmiðlum. Enski miðillinn Expressandstar segir Björn Bergmann hafa varið besta mann vallarins ásamt Kevin Doyle og Sylvan Ebanks-Blake.

Wolves situr í 17. sæti deildarinnar. Sigurinn var sérlega sætur eftir 1-0 tap gegn Millwall í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×