Enski boltinn

Leikmaður West Brom skeindi sér með peningaseðlum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Liam Ridgewell
Liam Ridgewell Nordicphotos/Getty
Liam Ridgewell, 28 ára varnarmaður West Brom í ensku úrvalsdeildinni, hefur komið sér í fréttirnar fyrir stórfurðulegt uppátæki.

Götublaðið The Sun greinir frá þessu og birtir myndir af Ridgewell þar sem hann skeinir sér með peningaseðlum á heimili sínu í Birmingham.

Reiður stuðningsmaður West Brom sendi götublaðinu ljósmyndina sem vakið hefur mikla athygli enda vikulaun Ridgewell á við árslaun nágranna Ridgewell.

The Sun greinir frá því að vissulega sé Ridgewell að grínast með uppátækinu. Blaðið telur þó að brandarinn sé líklegri til þess að hneyksla en að fá Englendinga til þess að brosa.

Umfjöllun The Sun um málið má lesa hér.

Ridgewell hefur beðist afsökunar á uppátækinu og sagt að um brandara hafi verið að ræða hjá honum og félögum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×