Enski boltinn

Aron Einar og Heiðar í sigurliði Cardiff sem fór á toppinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson Nordicphotos/Getty
Aron Einar Gunnarsson og Heiðar Helguson voru í byrjunarliði Cardiff sem lagði Sheffield Wednesday að velli á heimavelli sínum í Championship-deildinni í knattspyrnu í dag.

Craig Conway skoraði sigurmark heimamanna tíu mínútum fyrir leikslok. Aroni Einari og Heiðari var báðum skipt af velli sein í síðari hálfleik.

Cardiff endurheimti toppsæti deildarinnar með sigri. Liðið hefur eins stigs forskot á Crystal Palace.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×