Enski boltinn

Anderson frá í fjórar vikur

Anderson fagnar marki sínu um helgina.
Anderson fagnar marki sínu um helgina.
Hinn brasilíski miðjumaður Man. Utd, Anderson, verður frá næsta mánuðinn vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn Reading um helgina.

Anderson skoraði í leiknum en haltraði svo af velli fyrir hlé en hann tognaði illa aftan í læri.

Meiðslin eru áfall fyrir Anderson sem var að ná sér á strik og hafði tekið þátt í síðustu átta leikjum liðsins.

"Hann er búinn að spila virkilega vel. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir hann og okkur," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×