Enski boltinn

Frændi Nani kominn í sjöttu deildina á Englandi

Nani náði ekki að koma frænda sínum á samning hjá United.
Nani náði ekki að koma frænda sínum á samning hjá United.
Rico Gomes, 19 ára Portúgali, naut góðs af því að vera frændi Nani því hann komst á reynslu hjá Man. Utd. Það skilaði honum þó ekki samningi hjá enska stórliðinu.

Hann er núna búinn að semja við "stórlið" Stalybridge Celtic sem er í sjöttu deild á Englandi.

Gomes var líst sem yngri týpu af frænda sínum. Hann stendur kannski ekki alveg undir því en þó er eitthvað spunnið í hann því hann lék með portúgalska U-16 ára liðinu á sínum tíma.

Verður áhugavert að sjá hvernig honum mun ganga hjá Stalybridge Celtic.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×