Erlent

Díana var með bulimiu þegar hún varð ófrísk að Vilhjálmi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Díana prinsessa var alvarlega veik þegar hún gekk með Vilhjálm.
Díana prinsessa var alvarlega veik þegar hún gekk með Vilhjálm. Mynd/ Getty.
Kate Middleton er alls ekki fyrsta konan í konungsfjölskyldunni sem á við mikla heilsubresti að stríða á meðgöngunni. Eins og kunnugt er tilkynnti breska konungsfjölskyldan í dag að Middleton, eiginkona Vilhjálms prins, væri ólétt. Á sama tíma var tekið fram að hún væri á spítala Kings Edward VII. Ástæðan er sú að hún þjáist af mikilli morgunógleði. Daily Mail segir að þegar Díana heitin prinsessa, móðir Vilhjálms, gekk með hann hafi hún þjáðst af lotugræðgi (e. bulimiu) sem er alvarlegur átröskunarsjúkdómur.

Díana fann á þessum tíma fyrir mikilli morgunógleði og hún grenntist mjög mikið. Hún hélt engu að síður áfram að reyna að sinna skyldum sínum sem eiginkona Karls Bretaprins en hafði mjög takmarkað þrek. Hún vildi fæða Vilhjálm prins heima hjá sér, því hefð er fyrir slíku í konungsfjölskyldunni, en læknar konungsfjölskyldunnar ráðlögðu henni að ala barnið frekar á spítala vegna heilsu hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×