Enski boltinn

Chelsea nældi í brasilískan bakvörð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Wallace fagnar marki með Fluminense.
Wallace fagnar marki með Fluminense. Mynd/Heimasíða Fluminense
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gengið frá kaupunum á Wallace, 18 ára brasilískum hægri bakverði frá Fluminense.

Wallace, sem er leikmaður U20-landsliðs Brasilíu, var í 17 ára landsliðinu sem vann Suður-Ameríkukeppnina á síðasta ári og hafnaði í 4. sæti á heimsmeistaramótinu.

Hann lék sinn fyrsta leik með Fluminense 17 ára gamall og hefur orðið brasilískur meistari með liðinu.

Wallace heitir fullu nafni Wallace Oliveira dos Santos. Táningurinn hittir fyrir fjóra landa sína í herbúðum Chelsea. David Luiz, Ramires og Oscar spila reglulega með Lundúnarliðinu en auk þess er Lucas Piazón, 18 ára framherji á mála hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×