Enski boltinn

Wenger gagnrýnir Abramovich

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Mynd/AFP
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gagnrýndi ákvörðun Roman Abramovich um að reka Roberto Di Matteo úr stjórastól félagsins eftir aðeins 262 daga en Wenger var spurður út í breytingarnar hjá nágrönnunum í Chelsea.

„Þetta kemur mér mikið á óvart og þetta er mjög sorgleg staða. Það er mikilvægt að menn sýni hollustu í þessum geira," sagði Arsene Wenger og átti þar örugglega við Roman Abramovich, eiganda Chelsea.

„Di Matteo kom inn í mjög erfiðar aðstæður hjá félaginu og vann bæði Meistaradeildina og enska bikarinn. Hann stóð sig mjög vel en svo fékk hann engan tíma þegar úrslitin voru ekki alveg eins og menn vildu," sagði Wenger.

„Benitez er þjálfari sem hefur náð góðum árangri og er með gott skipulag. Það kemur mér á óvart að hann hafi verið tilbúinn að gera svona stuttan samning," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×