Enski boltinn

Clattenburg laus allra mála | Obi Mikel kærður

Mark Clattenburg.
Mark Clattenburg.
Dómarinn Mark Clattenburg hefur verið sýknaður af öllum sökum um kynþáttaníð og almennan dónaskap í garð leikmanna Chelsea. Enska knattspyrnusambandið staðfesti það í dag.

Clattenburg verður því ekki refsað frekar en hann hefur mátt sætta sig við að sitja á bekknum síðustu vikur eftir að ásakanirnar komu úr herbúðum Chelsea.

"Enska knattspyrnusambandið hefur rannsakað ásakanir í garð Clattenburg í leik Chelsea og Man. Utd. Ekkert verður aðhafst frekar í málinu," segir í yfirlýsingu frá enska knattspyrnusambandinu.

Clattenburg var sakaður um að hafa verið með kynþáttaníð í garð John Obi Mikel.

Það er aftur á móti sem hefur verið kærður fyrir óviðeigandi talsmáta eftir leikinn. Á hann að hafa verið með ógnandi tilburði við dómara leiksins eftir leik í kringum búningsklefa þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×