Enski boltinn

Cole: Vil standa mig vel hjá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Joe Cole skoraði og lagði upp mark í 2-2 jafntefli Liverpool gegn svissneska liðinu Young Boys í Evrópudeild UEFA. Þetta var einn hann besti leikur fyrir félagið síðan hann kom frá Chelsea á sínum tíma.

Cole var í láni hjá Lille í Frakklandi á síðasta tímabili en hefur sett sér það markmið að vinna sér fast sæti í liði Liverpool.

„Þetta var þriðji leikur minn eftir meiðsli gott fyrir mig persónulega. Niðurstaðan hefði mátt vera betri fyrir liðið," sagði Cole.

„Ég vil auðvitað vera áfram hjá Liverpool. Ég stóð mig vel hjá West Ham, Chelsea og Lille og ég held að ég geti staðið mig vel hjá Liverpool. Ég hef verið að styrkja mig og það er eðlilegt að leikmenn vilji fá að spila fótbolta."

„Það voru vonbrigði að hafa fengið jöfnunarmakrið á okkur. Við hefðum þurft að stjórna leiknum betur allt til loka. Það voru margir ungir leikmenn í liðinu í kvöld sem hafa staðið sig vel. Við lærðum okkar lexíu í kvöld."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×