Enski boltinn

Ég átti aldrei að fara frá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anthony Le Tallec í leik með Liverpool.
Anthony Le Tallec í leik með Liverpool. Mynd/Nordic Photos/Getty
Anthony Le Tallec, fyrrum leikmaður Liverpool, og núverandi leikmaður Valenciennes í Frakklandi er fullur eftirsjár en þessi 28 ára sóknarmaður telur að röng ákvörðun hafi komið í veg fyrir að hann ætti feril eins og Fernando Torres eða Carlos Tevez.

Árið 2004 bað Le Tallec Rafael Benitez, þáverandi stjóra Liverpool, um að fá að fara frá félaginu en hann var þá aðeins tvítugur. Le Tallec fór yfir þetta í viðtali við franska blaðið L'Equipe.

„Ég var með umboðsmann sem var alltaf að segja mér að St Etienne vildi frá mig.

Benitez var að fá til sín fullt af spænskum leikmönnum og ég taldi mér trú um það að ég ætti ekki möguleika," sagði Anthony Le Tallec.

„Það er sárt að upplifa það síðan hvernig það er að spila fyrir minni klúbba eftir að þú hefur kynnst því að vera hjá Liverpool. Ég áttaði mig bara ekki á því að ég var í frábærum klúbbi. Ég sé eftir þessu og ekki síst þegar ég horfi upp á menn eins og Torres og Tevez," sagði Le Tallec.

„Umboðsmaðurinn minni stríðir mér á því að Torres hafi stolið ferlinum mínum. Ég er ekki öfundsjúkur en ég trúi því að ég hafi getað staðið mig jafnvel og hann," sagði Le Tallec.

Le Tallec var lánaður frá Liverpool til St Etienne, Sunderland, Sochaux og Le Mans og gerði síðan langtímasamning við Le Mans árið 2008. Hann fór til AJ Auxerre 2010 og er á fyrsta árið hjá Valenciennes.

Le Tallec hefur byrjað tímabilið vel með Valenciennes en hann er með 5 mörk og 4 stoðsendingar í 7 leikjum í frönsku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×