Enski boltinn

Clattenburg verður fjórði dómari um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark Clattenburg.
Mark Clattenburg. Mynd/Nordic Photos/Getty
Knattspyrnudómarinn Mark Clattenburg mun snúa aftur í ensku úrvalsdeildina um helgina og hefur fengið það verkefni að verða fjórði dómari á leik Tottenham og West Ham á White Hart Lane á sunnudaginn.

Clattenburg var í gær sýknaður af ásökunum um kynþáttaníð gagnvart John Obi Mikel, leikmanni Chelsea, í leik Chelsea og Manchester United 28. október síðastliðinn. Hann var ekki búinn að dæma í deildinni síðan og hafði því misst af þremur umferðum í röð.

Clattenburg fær síðan að dæma sinn fyrsta leik þegar Southampton og Norwich mætast á miðvikudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×